Þróunarverkefni

Á hverju ári er unnið markvisst að skólaþróun og umbótum í Álfhólsskóla. Árið 2011 var samþykkt ný aðalnámskrá fyrir grunnskólann og námsgreinasvið 2013.  Á undanförnum misserum hefur verið lögð mikil áhersla á að innleiða breytingar á námi, námsmati og kennsluháttum samkvæmt þessari námskrá. Haustið 2017 var allt námsskipulag og námsmat sett upp í Mentor samkvæmt nýjum áherslum. Ný og endurbætt skólanámskrá er komið í gagnið Mentor. Námskráin er lifandi plagg og í sífelldri endurskoðun. Sífellt þarf að vera vakandi fyrir því sem betur má fara.

Innleiðing á spjaldtölvum í allt skólastarf samkvæmt stefnu Kópavogsbæjar sem hófst haustið 2016 er annað stórt þróunarverkefni sem unnið er að innan skólans. Að jafnaði eru einnig fjölmörg önnur þróunarverkefni, bæði smærri og stærri, í gangi innan skólans. Upplýsingar um þessi verkefni er hægt að nálgast hér fyrir neðan.

Skólinn sækir reglulega um styrki úr ýmsum sjóðum til þróunarstarfs innan skólans og til samstarfs við aðra skóla. Á undanförnum árum hefur skólinn reglulega fengið styrki úr sprotasjóði og lýðheilsusjóði til fjöbreyttra þróunarverkefna. Einnig hefur skólinn fengið styrki til verkefna innan Erasmus plus.

 

Þróunarverkefni skólaárið 2018 – 2019.

Vertu rödd en ekki bergmál

Spjaldtölvur í kennslu

Vinnum saman

Móðurmál og læsi í stafrænum heimi

Læsi í Álfhólsskóla

Einelti í stafrænum heimi – Erasmus verkefni

Stærðfræði og náttúrufræði í stafrænum heimi – Erasmus samstarfsverkefni