Starfamessa á unglingastigi

Starfamessan fór fram í Álfhólsskóla í fyrsta skipti í morgun og gekk vel. Foreldrar og nemendur á unglingastigi hittust og áttu spjall saman. Eins var hægt að skoða ýmislegt áþreifanlegt sem foreldrar nota í daglegum störfum sínum. Við þökkum þeim foreldrum sem gáfu sér tíma til að koma og kynna sinn náms- og starfsferil og eins Jónínu Kárdal sem keyrði þetta verkefni áfram af mikilli hugsjón. Við stefnum að því að halda áfram tvíefld á næsta ári og vera þá með starfamessu í desember. 

Posted in Fréttir.