Öskudagssgleði 2015 í Álfhólsskóla

Öskudagsgleði í Álfhólsskóla var haldin hátíðleg í dag 18.febrúar 2012.  Mjög öflug dagskrá var skipulögð á ýmsu stigum skólans.  Fáránleikar fóru fram á unglingastigi þar sem nemendur öttu kappi í limbó, bimbó, teygjubyssuskotfimi svo eitthvað sé nefnt.  Á miðstiginu var dans, leikir og gleði íþróttahúsinu.  Á yngsta stiginu var áherslan lögð á dansa og leiki ásamt því sem kötturinn var sleginn úr tunnunni.  Nemendur og starfsfólk mættu að sjálfsögðu í öskudagsbúningum í skólann. Foreldrafélagið gaf síðan öllum nammi eftir daginn.  Allir skemmtu sér vel að vanda og krökkunum síðan sleppt í nammi og söng út í bæ. 
Posted in Fréttir.