Hestamennska – valgrein í Álfhólsskóla

Hestamennska var ein af valgreinum sem boðið var uppá fyrir nemendur í 9.- 10. bekk. Þessi valgrein gekk út á að nemendur fengu að kynnast hestamennsku af eigin raun og upplifa hvernig er að eiga hest. Í upphafi var byrjað á bóklegum hluta og síðan var farið í verklega hluta á eftir sem endaði að sjálfsögðu með góðum reiðtúr. Bóklegi hlutinn í skólastofu gekk út að læra um hestinn, hvað líkamshlutar hestsins heita o.s.frv. Verklegi hlutinn fór fram í hesthúsi fjallaði um umhirðu og umgegni við hestinn í daglegu amstri. Flottir krakkar sem unnu vel og voru áhugasamir.  Hér eru myndir sem teknar voru af krökkunum í þessari skemmtilegu valgrein í Álfhólsskóla.
Posted in Eldri fréttir.