Hallveig Thorlacius í Álfhólsskóla

Bókin Martröð eftir Hallveigu Thorlacius var lesin fyrir 6.IR í haust og voru nemendur svo hrifnir af henni að þeir sendu höfundi þakkarbréf.  Í kjölfarið bauðst höfundur til að koma í heimsókn og lesa uppúr nýútkomnu framhaldi bókarinnar sem  heitir Augað.
Bekkurinn bauð hinum 6.bekkjunum og 7.bekkjum að njóta upplestursins með sér.  Á eftir bauð hann Hallveigu upp á kökur sem nemendur höfðu bakað og skreytt í tilefni dagsins.  Hér er linkur á fréttina sem birtist á vef Forlagsins Sölku.
Posted in Eldri fréttir.