vorsyning

Vorsýning 4. bekkjar

Föstudaginn 1. júní buðu 4. bekkingar foreldrum sínum, ömmum og öfum á sýningu í sal Digraness. Þema sýningarinnar var íslenskar þjóðsögur. 4. SS reið á vaðið með Bakkabræður. Þar var texti Jóhannesar úr Kötlum um þá bræður rappaður, fjórir þættir af heimskupörum þeirra búnir í leikgerð og að lokum fluttu nemendur annað ljóð Jóhannesar, Útförina, með undirspili og söng. 4. HG var næstur á svið. Nemendur fluttu ljóðabálk Davíðs Stefánssonar um Sálina hans Jóns míns um leið og þau túlkuðu efnið með leik.

Inn á milli sungu þau nokkur þekkt lög með hljómsveitinni Sálin hans Jóns míns. 4.SEÓ tók svo við og flutti söguna Dvergurinn og smaladrengurinn einfætti í leik og söng.
Að þessu loknu komu allir bekkirnir á svið og sungu: Vertu til, er vorið kallar á þig.   Þá var sýningargestum boðið upp á kaffi eða appelsínusafa og smákökur sem nemendur höfðu bakað. Deginum áður hafði 2. og 3. bekk verið boðið á forsýningu auk elstu börnum í leikskólum í grenndinni. Leikskólabörnin fengu líka hvert sína smákökuna við brottför. Mikil ánægja var með þetta allt saman og ætlaði fagnaðarlátum aldrei að linna. Hér eru myndir frá vorsýningunni.

 

 

http://www.flickr.com/apps/slideshow/show.swf?v=109615

Posted in Eldri fréttir.