Bóndadags samsöngur í Álfhólsskóla
Samsöngur á sal var haldin í tilefni af bóndadeginum. Nemendur og starfsfólk skólans klæddust þjóðlegum klæðnaði í takt við stemmninguna. Hér eru nokkrar myndir af viðburðinum.
Fréttir af atburðum eða tilkynningum sem búnar eru:
Samsöngur á sal var haldin í tilefni af bóndadeginum. Nemendur og starfsfólk skólans klæddust þjóðlegum klæðnaði í takt við stemmninguna. Hér eru nokkrar myndir af viðburðinum.
Nemendur 8.KG fengu viðurkenningu fyrir piparkökuhús sem þau gerðu og sendu í piparkökuþorpið í Smáralindina. Hér er mynd af Töru Sóley og Kára að taka við viðurkenningu fyrir piparkökuhúsið í Smáralindinni. Þau unnu inneign í Skemmtigarðinn og fleira í Smáralindinni. Flott hjá […]
Þann 30. nóvember lauk spurningakeppninni Lesum meira en hún var á milli nemenda á miðstigi Álfhólsskóla. Á miðstigi eru tíu bekkjardeildir í 5. – 7. bekk. Lokaúrslit stóðu á milli tveggja 6. bekkjarliða sem voru mjög jöfn og þurfti bráðabana til […]
Föstudaginn 18. nóv. fengu nemendur á yngsta stigi rithöfundinn Bryndísi Björgvinsdóttur í heimsókn. Hún las úr bók sinni Flugan sem stöðvaði stríðið og börnin hlustuðu hugfangin á. Skemmtileg og áhugaverð lesning. Hér eru nokkrar myndir af heimsókninni.
Föstudaginn 18. nóv. komu börn af nokkrum leikskólum úr nágrenninu í heimsókn. Þau tóku þátt í söngstund með nemendum úr 1. bekk skólans. Allir tóku vel undir í söngnum jafnt börn sem fullorðnir. Einnig spiluðu nokkrir nemendur úr 1. bekk á […]