Jólafrí

Jólafrí nemenda hefst á hádegi miðvikudaginn 20. desember. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrám miðvikudaginn 3. janúar. Starfsfólk Álfhólsskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum viðskiptavinum  skólans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Lesa meira

Ný heimasíða

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að setja upp nýja heimasíðu fyrir Álfhólsskóla. Við hönnun síðunnar var lögð áhersla á að hún væri einföld í uppbyggingu og væri snjalltækjavæn. Á næstu vikum verður áfram unnið að uppfærslum á efni og […]

Lesa meira

Jólahlaðborð Álfhólsskóla

Föstudaginn 15. desember er öllum nemendum og starfsmönnum Álfhólsskóla boðið á jólahlaðborð í hádeginu. Jólahlaðborðið sem er hið glæsilegasta er útbúið að Konna kokki, Fjólu og öðrum starfsmönnum í mötuneytum skólans.

Lesa meira

Kærleikskaffihús Álfhólsskóla

Kaffihús fullt af kærleika og hátíðleika er starfsrækt núna á aðventunni í Álfhólsskóla. Vinabekkir koma saman og borða vöfflur með rjóma og drekka kakó með.  Lesin er jólasaga og sungnir jólasöngvar.  Mikil ánægja er með kaffihúsið og allir fara með gleði […]

Lesa meira

Kaffiboð hjá 8. bekkingum í Digranesi

Kaffiboð var haldið af 8.bekkingum í Digranesi.  Boðið var uppá ýmsar kökur, heitar rúllur, ís og fleira góðgæti.  Nemendurnir voru að æfa sig í að halda boð eða veislu og undirbúa sína fermingu.  Nokkrum velvöldum var boðið af starfsfólki skólans og […]

Lesa meira