Fréttir frá Danmerkurförum
Allt gengur vel hjá Danmerkurförum Álfhólsskóla. Krakkarnir eru til fyrirmyndar. Í gær kom blaðamaður frá bæjarblaðinu og tók myndir og viðtal. Skoðið vefslóðina.
Allt gengur vel hjá Danmerkurförum Álfhólsskóla. Krakkarnir eru til fyrirmyndar. Í gær kom blaðamaður frá bæjarblaðinu og tók myndir og viðtal. Skoðið vefslóðina.
Nemendur í 3. bekk fengu skemmtilega heimsókn í tónmenntatíma á fimmtudag. Nemandinn Vilhjálmur í tónmenntahópi kom með smá hljóðfærakynningu ásamt foreldrum sínum. Vilhjálmur og pabbi hans, Guðmundur, kynntu fyrir okkur hljóðfærið Básúnu, sem Vilhjálmur æfir á. Básúnan er málmblásturshljóðfæri með sleða […]
Fimmtudaginn 29. mars var leiksýningin „Ættarmótið“ sýnd fyrir fullu húsi í Álfhólsskóla. Sýningin tókst með afbrigðum vel og hægt er að segja að við eigum marga mjög frambærilega leikara sem stóðu svo sannarlega fyrir sínu í sýningunni. Sýningin var samvinna allra […]
Innritun 6 ára barna (fædd 2006) fer fram í grunnskólum Kópavogs mánudaginn 5. mars og þriðjudaginn 6. mars. Sjá heimasíðu Kópavogs og heimasíður skólanna. Hér er auglýsing frá Kópavogsbæ um innritunina.
Fimmtudaginn 9. febrúar síðastliðinn var fjórða leiksýning 3. bekkja í list- og verkgreinum. Leiklistarhópurinn flutti frumsamið leikrit í þjóðsagnastíl og tónlistarhópurinn flutti lifandi leikhljóð og tónlist við sýninguna auk þess að sýna dans í lokin. Leikritið fjallaði um álfastelpu sem lenti […]