BIRTINGARMYND OFBELDISMENNINGAR – hegðun innan og utan skólalóðar.
Hvernig getum við sem foreldrasamfélag brugðist við og stutt börnin okkar sem best?
Foreldrafræðsla í samstarfi við SAMKÓP, þriðjudaginn 12. nóvember kl. 19:30, Álfhólsskóla Hjalla
ANDREA MAREL OG KÁRI SIGURÐSSON hafa saman breiða fagþekkingu á málefnum barna og ungmenna og áratuga reynslu í frístundastarfi unglinga og á vettvangi, td. hjá Flotanum – flakkandi félagsmiðstöð í Reykjavík. Í þessu erindi munu þau gefa okkur innsýn inn í þann veruleika sem börnin okkar búa við og ræða við okkur hvaða áhrif við sem foreldrar getum haft á hann. Rætt er um þá þætti sem hafa áhrif á mótun sjálfsmyndar sem og birtingarmyndir ofbeldis og áreitni í ýmsu formi.
UNNAR ÞÓR BJARNASON er lögregluvarðstjóri, en hann starfar að verkefni innan lögreglunnar sem nefnist samfélagslögreglan. Það verkefni miðar að því að tengja störf lögreglunnar við hinn almenna borgara með upplýsingum og fræðslu. Börnin okkar flest þekkja Unnar samfélagslöggu. Hann hefur hitt þau í skólanum undanfarin ár og rætt við þau um ábyrgð þeirra og skyldur, sakhæfisaldur, vopnaburð, samskipti og framkomu almennt.
Hvetjum alla foreldra til að mæta því þetta er mikilvægt málefni sem varðar okkur öll.
Skráning hér svo við vitum hvað við eigum von á mörgum:
https://forms.gle/QFddbSEQJXvyMsRQ7
Stjórn Foreldrafélags Álfhólsskóla