Ragnhildur nemandi í 5.-GK fór til Kína skömmu fyrir páska og var þar í 3 vikur ásamt fleiri börnum sem fædd eru í Kína en alin upp á Íslandi. Hún sagði nemendum í 5.-GK frá ferð sinni og sýndi u.þ.b. 200 myndir. Í lok frásagnar gaf hún öllum nemendum bekkjarins prjóna eins og Kínverjar nota til þess að borða með. Prjónarnir voru í öllum regnbogans litum og vöktu mikla lukku. Hér má sjá fréttaskot RÚV í Kastljósinu úr ferð Ragnhildar.