valkyrjur

Valkyrjurnar í 5. bekk

valkyrjurMiðvikudaginn 25. apríl síðastliðinn sýndi 5. hópurinn í list- og verkgreinum landnámsleikrit. Leiklistar- og tónlistarhópar fluttu leikrit og tónlist, búningar voru unnir í textílmennt, hlutir úr myndmennt og smíðum voru í leikmyndinni og foreldrum var boðið upp á lummur í heimilisfræðinni. Einnig komu myndlistarnemendur með víkingahjálmana sína og smíðanemendur með landnámsspilin sín. Leikþátturinn var um rólega bændafjölskyldu sem verður fyrir því að kóngurinn og drottingin af Danmörku ráðast inn í landið með hjálp víkinga en valkyrjur koma heimamönnum til hjálpar. Þarna var á ferðinni alvara og grín í bland, allir stóðu sig mjög vel og gestir fóru ánægðir heim. Hér má sjá myndir af sýningunni.

.

Posted in Fréttir.