Heimsókn úr Fögrubrekku

Heimsókn úr Fögrubrekku

Heimsókn úr FögrubrekkuKrakkarnir á leikskólanum Fögrubrekku kíktu í heimsókn í tónmenntatíma til 1. bekkjar í Digranesið.  Heimsóknin er orðin fastur liður á hverri önn og gaman að fá skemmtilega krakka frá Fögrubrekku í heimsókn. Tónmenntahópurinn tók á móti krökkunum með trommuverki, Nafnahljómsveitinni, og svo var sungið, dansað og spilað á hljóðfæri fram að hádegismat. Krakkarnir tóku nokkur þekkt lög með hreyfingum og álfadansi og svo tók við smá hljómsveitarleikur þar sem hljómsveitarstjórinn stjórnaði með hljóðfæramyndum við mikla hrifningu félaga sinna.  Krakkarnir á Fögrubrekku eru duglegir söngvarar sem tóku nokkur lög og enduðu á söngperlunni Óskasteinar. Hér eru nokkrar myndir úr heimsókninni.

 

http://www.flickr.com/apps/slideshow/show.swf?v=109615

Posted in Fréttir.