Stór hópur áhugasamra bekkjarfulltrúa mætti á fulltrúaráðsfund foreldrafélagsins í síðustu viku. Að lokinni kynningu stjórnar m.a. á vetrarstarfinu, hlutverki bekkjarfulltrúa og verksviði nefnda var fulltrúum skipt í hópa eftir stigum.
Þar var rætt m.a. um afmælisveislur og hugmyndir um hvað er hægt að gera í bekkjarstarfinu.
Niðurstöður hópavinnunnar má nálgast hér og einnig glærur frá kynningu stjórnar.
Fulltrúaráðsfundur foreldrafélagsins
Posted in Fréttir.