Öskudagurinn

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Álfhólsskóla samkvæmt venju. Ýmsar furðuverur voru á kreiki í húsinu. Nemendur á yngsta stigi slógu „köttinn“ úr tunnunni, nemendur á miðstigi settu upp stöðvar með fjölbreyttum viðfangsefnum og á unglingastigi var búningakepppni svo eitthvað sé nefnt. Allir nemendur fengu glaðning frá foreldrafélaginu.
Myndir frá deginum munu væntanlega birtast á facebooksíðum einstakra árganga og á síðu skólans.

Posted in Fréttir.