Laugardaginn 30.janúar náðu stelpur úr 1. og 2. bekk þeim frábæra árangri að verða í 2. sæti í Íslandsmóti stúlknasveita í skák.
Þetta voru þær Harpa Sif og Sunna úr 1.bekk og Teodóra úr 2.bekk. Flottar og skemmtilegar stelpur sem við óskum til hamingju með árangurinn.
Alls átti skólinn fjórar skáksveitir í þremur mismunandi mótum um helgin.