Netskákmót

Kópavogsbær heldur áfram með netskákmót fyrir alla krakka á grunnskólaaldri á fimmtudögum kl. 16:30 og laugardögum kl. 11:00 út apríl. Við hvetjum ykkur til að benda ykkar börnum á að taka þátt á skákmótunum. Nú eru um 100 börn skráð í hópinn.

Hér eru skrefin sem þarf að fara í gegnum til þess að taka þátt:

  1. Búa til aðgang á www.chess.com (frítt)
  1. Gerast meðlimur í hópnum „Kópavogur-skólar”: https://www.chess.com/club/kopavogur-skolar
  2. Skrá sig á mótin sem hægt er að gera allt að 60 mínútum áður en þau hefjast.
    Mótin verða einnig auglýst á forsíðu hópsins á chess.com.

Dagskrá út apríl:

  • Alla fimmtudaga 16:30 – 17:30(5 umferðir, þátttakendur bíða eftir að allir ljúki við sínar skákir áður en næsta fer í gang):
     https://www.chess.com/live#t=1190132 (Tengill gildir fyrir mótið þann 16. apríl, tenglar verða uppfærðir vikulega á forsíðu Kópavogur-skólar á chess.com).
  • Alla laugardaga 11:00-12:00(Teflt í 60 mínútur):
    https://www.chess.com/live#r=183802 (Tengill gildir fyrir mótið þann 18. apríl, tenglar verða uppfærðir vikulega á forsíðu Kópavogur-skólar á chess.com)

Mælt er með að þið notið borðtölvu/fartölvu, chess.com appið virkar ekki á mótum.

Umsjónarmaður er Kristófer Gautason, formaður Skákdeildar Breiðabliks. Ef þið lendið í vandræðum eða viljið fá frekari upplýsingar er hægt að senda honum póst á netfangið kristofer.gautason@rvkskolar.is

Hvetjum alla til að taka þátt !

Posted in Fréttir.