Gleðilega páska

Í dag er síðasti dagurinn fyrir páskafrí. Við óskum öllum nemendum, foreldrum og starfsfólki gleðilegra páska og hamingjuríkra stunda.

Kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 14.apríl og stefnum við á að hún verði með sama sniði og hún hefur verið síðustu daga, þó með fyrirvara um mönnun, þ.e. full viðvera í skólanum í 1.-5.bekk og nemendur í 6.-10.bekk hitta kennara í skólanum í minni hópum í vikunni eftir páska, en eru að öðru leyti í áframhaldandi fjarnámi. Ef breytingar verða á nemendafjölda eftir páska er afar áríðandi að við fáum upplýsingar um það og hugsanlega þarf að breyta skipulagi, allt eftir stöðunni þriðjudaginn 14.apríl. Því biðjum við foreldra nemenda sem hafa verið fjarverandi síðustu daga en eru að koma aftur í skólann eftir páska um að vera í sambandi við umsjónarkennara.

Foreldrar og forrámenn fá sendar nánari upplýsingar strax eftir páska.

Posted in Fréttir.