Við í Álfhólsskóla, eins og þrír aðrir skólar í Kópavogi, bíðum þess að yfirstandandi verkfall Eflingar leysist svo unnt verði að þrífa skólana. Viðræður samninganefnda Eflingar og sveitarfélagsins gengu ekki vel í dag og slitu þeir viðræðum um hádegið. Skólinn verður því áfram lokaður þar til verkfall leysist.
Dagurinn í dag var vel nýttur til undirbúnings fyrir breytt skólahald. Nánari útfærsla verður send út þegar verkfall leysist.