Föstudaginn 18. febrúar voru 5. bekkingar með opna æfingu í salnum. Viðfangsefnið var sem fyrr Landnámið og var sett upp sem samvinna list- og verkgreinanna ásamt umsjónarkennurum bekkjanna. Leiksýningin hófst klukkan 10:30. Leiklistar- og tónlistarhópar sýndu frumsaminn þátt sem tengdist landnáminu. Búningarnir voru unnir í textílmennt, hluti leikmyndar er unnin í smíðum og myndmennt ásamt því að lummur voru á boðstólum í heimilisfræði. Sýningin tókst frábærlega og stóðu krakkarnir sig mjög vel ásamt þeim sem í tónlistarhópi voru með leikhljóð og víkivaka. Þökkum við kærlega þeim foreldrum og nemendum sem mættu og hlýddu á. Hér eru því svipmyndir af sýningunni og nokkrum munum sem voru sýndir í tengslum við landnámið.