Miðvikudaginn 22.maí fóru 29 stelpur í 9.bekk á viðburðinn „Stelpur og tækni 2019“ sem haldinn er í Háskóla Reykjavíkur. Háskólinn í Reykjavík hvetur konur til náms í tæknigreinum og liður í því er verkefnið Stelpur og tækni. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.
Fyrri hluta dags sóttu stelpunar tvenns konar vinnubúðir í húsakynnum HR. Annars vegar vinnubúðir þar sem þær unnu með Papier Machine, sem er forritun á pappír, og hins vegar vinnustofu þar sem unnið var með persónusköpun fyrir tölvuleiki. Einnig fengu stelpurnar kynningu frá Menntaskólanum á Ásbrú. Í hádeginu var svo boðið uppá Subway og sódavatn. Eftir hádegi fóru stelpunar í heimsókn til NOVA þar sem starfssemin í höfðustöðvunum í Lágmúla voru kynntar. Þar unnu stelpunar í hópnum að hinum ýmsu verkefnum sem tengdust öll tæknigeiranum. Á facebook síðu skólans má finna fleiri myndir frá þessum skemmtilega degi.