3. bekkur gerði sér glaðan dag og skellti sér í hreyfimyndasmiðju á Gerðarsafni. Smiðjan var haldin í tilefni Barnamenningarhátíðar. Sólrún og Atli, höfundar hreyfimyndarinnar Marglitu marglyttunnar tóku á móti hópnum og kynntu fyrir krökkunum hvernig hreyfimynd er búin til og svo fengu allir að spreyta sig. Hópnum var skipt í tvennt og heimsóttu þau einnig bóka- og náttúrugripasafnið. Ferðin lukkaðist vel í alla staði og var farið heim með bros á vör.
Á facebooksíðu skólans má sjá fleiri myndir frá heimsókninni.