Leikritið um Landnámið

Landnám 5. bekkinga

Leikritið um Landnámið Sýning 5. bekkinga á leikritinu um Landnámið tókst með ágætum í dag.  Náði hópurinn að skapa mjög fjölbreytt heilstætt leikrit.  Krakkarnir voru mjög virkir og tónlistin tónaði undir.  Ýmis leikhljóð, dansar og lög voru frumflutt og vorum við gestir á sýningunni mjög ánægð með afraksturinn.   Margir þáðu boð á sýninguna s.s. foreldrar, 4. bekkingar og fleiri starfsmenn skólans.

Einnig var þarna sýning á verkum nemenda úr smíðum, textil, myndmennt og svo voru bakaðar lummur frá landnámstímanum í heimilisfræði. Hér eru myndir sem teknar voru á sýningunni.

http://www.flickr.com/apps/slideshow/show.swf?v=71649

Posted in Eldri fréttir.