Hjólabraut

Nú er veðrið farið að leika við okkur í Kópavogi og margir búnir að dusta rykið af hjólunum. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem gott samstarf næst við heimili nemenda. Yfirfara þarf öryggisbúnað hjólanna og reiðhjólahjálma. Hér má skoða fræðslumyndbönd um hjólreiðar og í bæklingnum Reiðhjól og hjálmar er hægt að lesa um það sem hafa ber í huga varðandi hjólreiðahjálma. Á náms- og fræðsluvefnum umferd.is er efni ætlað foreldrum/forráðamönnum. 
Ennfremur er vakin athygli á að:
  • Samkvæmt 40. gr. umferðarlaga mega börn yngri en 7 ára ekki vera hjólandi í umferðinni nema í fylgd með 15 ára og eldri.
  • Eigi má reiða farþega á reiðhjóli eða rafvespu. Þó má vanur reiðhjólamaður sem náð hefur 15 ára aldri reiða barn yngra en 7 ára en ber þó að nota viðeigandi öryggissæti og búnað.
  • Best er að nota hjálm, það er eina vitið. Börnum yngri en 15 ára er skylt að nota reiðhjólahjálma og viðeigandi hlífðarbúnað þegar þau ferðast um á reiðhjólum, rafvespum, hjólabrettum og línuskautum.
Ný hjólabraut á skólasvæðinu við Digranes hefur verið tekin í notkun. Hjólabrautin er svokölluð pumpu braut (e. Pumptrack) og er færanleg úr samsettum einingum og smíðuð úr veðurþolnum efnum. Brautin er vottuð með TUV stöðlum sem útileiktæki, geymist vel og er auðveld að færa til. Aðstaða fyrir hjólabretti, BMX, línuskauta og hlaupahjól hefur verið ábótavant en með þessari braut skapast nýjir möguleikar fyrir fólk á öllum aldri að fá útrás fyrir frjálsan og krefjandi leik. Brautin nýtist þeim sem vilja stunda einstaklingsíþróttir eins og hjólreiðar, hjólabrettasport, línuskauta, hlaupahjól, BMX,og auk þess er hún gríðarlega skemmtilegt leiktæki fyrir krakka að leika sér í.
Aðgengi að brautinni verður gott og aðkomuleiðir öruggar fyrir hjólandi og gangandi. Auk þess verður svæðið undir eftirliti á skólatíma. Með uppsetningu hjólabrautarinnar er Kópavogsbær að skapa betri aðstöðu fyrir fleiri hópa til að stunda holla hreyfingu og auka þannig við þau frístundatilboð sem hægt er að velja úr innan bæjarins.
Eftirfarandi reglur koma til með að gilda um pumpu brautina:
Posted in Fréttir.