Stofn- og aðalfundur Foreldrafélags Álfhólsskóla verður haldinn mánudaginn 27. september 2010 kl. 20:00 í salnum í Hjalla. Á aðalfundinum er kosinn formaður, stjórn (6) og fulltrúar í skólaráð(2). Auk þess verða kosnir 3 varamenn í stjórn og 2 varamenn í skólaráð. Framboð nægir að tilkynna til kjörnefndar á aðalfundinum 27. september.
Allir foreldrar og forráðamenn eru kjörgengir til setu í stjórn og skólaráði.
Ef þú hefur áhuga á framboði eða hefur spurningar um fundinn skaltu hafa samband við fráfarandi formenn eldri foreldrafélaganna.
D A G S K R Á
Stofnfundur Foreldrafélags Álfhólsskóla
Fundarstjóri:
Ólafur Guðmundsson, fyrrv. skólastjóri Kópavogsskóla
Dagskrá:
1. Skólastjórar Álfhólsskóla stofna nýtt foreldrafélag Álfhólsskóla.
2. Starfsreglur (drög að lögum) nýs foreldrafélags kynntar og lagðar fram til samþykkis.
3. Fundi slitið.
Veitingar í boði
foreldrafélaga Digranes- og Hjallaskóla
Fyrsti aðalfundur Foreldrafélags Álfhólsskóla
Fundarstjóri:
Hrefna Gunnarsdóttir, fyrrv. stjórnarmaður í SAMKÓP
Dagskrá:
1. Formenn fyrri foreldrafélaga setja aðalfund, slíta formlega gömlu félögunum.
2. Foreldrastarf í nýjum sameinuðum skóla – Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður Skólanefndar Kópavogs.
3. Kosning formanns.
4. Kosning stjórnar og varastjórnar.
5. Kosning skoðunarmanna.
6. Kosning í skólaráð.
7. Önnur mál.
———————————————–