Frístund

Starfsáætlun Álfhóls 2025–2026

Gjaldskrá

Gjaldskrá frístundar í Kópavogi má finna á vef Kópavogsbæjar:
https://www.kopavogur.is/is/gjaldskra#

Almennar upplýsingar

Frístundaheimilið Álfhóll er starfrækt fyrir börn í 1.–4. bekk.

  • Opið er alla virka daga frá því að kennslu lýkur til kl. 16:30.
  • Opnunartími miðvikudaga er frá kl. 12:50 en hina dagana frá kl. 13:30.

Sími forstöðumanns Álfhóls er 441-3851.
Sími Álfhóls fyrir 1-2. bekk er 863-6819 (Sími opinn frá 13:00-16:30)
Sími Álfasteins fyrir 3-4. bekk er 621-4189 (Sími opinn frá 13:00-16:30)
Símatími forstöðumanns er alla virka daga kl. 09:00–12:30.
Einnig er hægt að senda tölvupóst á: alfholl@kopavogur.is eða unabirna@kopavogur.is

Foreldrar eru beðnir um að hafa í huga:

  • Ef barn fer heim á miðjum skóladegi eða er einungis í leyfi í frístund en ekki á skólatíma skal tilkynna það fyrir kl. 12:30 í síma 441-3851 eða með tölvupósti á alfholl@kopavogur.is
  • Tilkynna þarf breytingar á því hver sækir barnið eða ef barnið má fara heim með öðrum.
  • Beðið er um að ekki sé hringt í síma forstöðumanns á milli kl. 12:30–16:30 nema brýna nauðsyn beri til.

Forstöðumenn

Markmið frístundar

Frístundaheimilið Álfhóll hefur eftirfarandi markmið:

  • Að bjóða nemendum upp á faglegt og fjölbreytt starf í frítíma þeirra.
  • Að gefa börnum tækifæri til að stjórna eigin frítíma innan ákveðins ramma.
  • Að efla félagsfærni barna.
  • Að stuðla að óformlegri menntun um þætti er varða líf og tilveru.

Aðstaða

  • Börnum í 1.–2. bekk er skipt í hóp sem staðsettur er í austurálmu skólans (Álfhóll). Auk þess hefur hópurinn afnot af skólastofum og íþróttahúsi HK.
  • Börn í 3.–4. bekk hafa sér aðstöðu í Íþróttahúsi HK við Digranes, gengið inn á norðurhlið hússins við hjólabrautina. Sú aðstaða kallast Álfasteinn.

Daglegt starf

  • 1 og 2. bekkur hefja daginn í síðdegishressingu. Boðið er upp á fjölbreytt nesti.
  • Á meðan eru börn í 3. og 4. bekk í Álfasteini, þar til 1. og 2. bekkur lýkur síðdegishressingu.
  • Að því loknu fara öll börnin í útiveru. Lengd útiveru er metin daglega með hliðsjón af veðri.
  • Þegar 1. og 2. bekkur kemur inn velja börnin sér viðfangsefni á valtöflu eða taka þátt í hópastarfi.
  • Börn í 3. og 4. bekk velja frjáls viðfangsefni og hafa einnig möguleika á að taka þátt í hópastarfi.

Stefna í starfi

Álfhóll leggur áherslu á að skapa umhverfi þar sem börn upplifa öryggi, virðingu, jákvæðan anda, lýðræði og umhyggju.

  • Börnin fá tækifæri til að hafa áhrif á eigið starf og koma á framfæri skoðunum sínum.
  • Hugmyndakassi er staðsettur á báðum stöðum.
  • Frístundaheimilið er vettvangur þar sem börnin eiga að upplifa vellíðan, ánægju og gleði.
  • Félagsfærni barnanna er efld með leik og starfi þar sem lögð er áhersla á leiðsögn í samskiptum.

Hópastarf og val

Boðið er upp á fjölbreytt hópastarf undir leiðsögn starfsmanna, meðal annars:

  • Íþróttaklúbbur
  • Myndmennta- og föndurklúbbur
  • Tónlistarklúbbur
  • iPad-klúbbur
  • Skák og kóræfingar

Í 1.–2. bekk er notuð valtafla þar sem börnin velja verkefni í upphafi dags. Val stendur yfir í a.m.k. 30 mínútur áður en hægt er að skipta um viðfangsefni. Dæmi um val eru:

Teikning og litun, perlur, vinaarmbönd, föndur, spil, útivera, legó, dúkkó, kósý, bílar, dýr, kubbar og fleira. Starfið er reglulega brotið upp með viðburðum eins og íþróttadegi, degi erlends uppruna, öskudegi, hrekkjavöku o.fl.

Í 3.–4. bekk er ekki notuð valtafla. Þar er lögð meiri áhersla á frjálst val og hópastarf.

  • Börnin hafa möguleika á að skrá sig í hópastarf sem þau sækja 2–3 sinnum í viku.
  • Á hefðbundnum dögum geta börnin valið á milli mismunandi viðfangsefna frjálslega.

Síðdegiskaffi

Síðdegiskaffi í Álfhóli fer fram á tímabilinu kl. 13:30–14:20.

  • Nemendur sem dvelja í frístund á þessum tíma greiða fyrir hressingu samkvæmt gjaldskrá.
  • Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á íspinna til heiðurs þeim börnum sem eiga afmæli í mánuðinum. Afmælisbörnin eru lesin upp að nöfnum og í lokin syngja börnin og starfsmenn saman afmælissönginn.

Heimferðir

Við skráningu barns í Álfhól er merkt hvort það megi ganga sjálft heim eða verði sótt af forráðamanni. Mikilvægt er að þessi skráning sé rétt svo öryggi sé tryggt.

  • Breytingar á heimferð barna þarf að skrá á vala.is.
  • Ef breyting á sér stað sama dag skal senda frístundinni tölvupóst eða hringja.
  • Mikilvægt er að breytingar berist fyrir kl. 13:00. Ef póstur berst eftir kl. 13:00 er ekki tryggt að boðin komist til skila. Í slíkum tilvikum er best að hringja.
  • Foreldrar eru hvattir til að virða skráðan vistunartíma. Álfhóll lokar kl. 16:30.
  • Þegar börn eru sótt skal ávallt láta starfsmann á lista(ipad) vita svo hægt sé að skrá barnið út úr frístundinni.

Réttindafrístund – UNICEF verkefni

Álfhóll er viðurkennd Réttindafrístund samkvæmt verkefni UNICEF um réttindaskóla og réttindafrístundir. Verkefnið byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og felur í sér að börn njóti virðingar, öryggis og lýðræðis í daglegu starfi.

Í réttindafrístund er lögð sérstök áhersla á t.d. að:

  • Börn þekki sín réttindi og fái að æfa sig í að nýta þau í daglegu lífi.
  • Allir séu jafnir óháð uppruna, kyni, trú eða aðstæðum.
  • Rödd barna fái að heyrast og þau taki þátt í ákvarðanatöku sem snertir þau sjálf.
  • Umhverfið einkennist af virðingu, vinsemd og ábyrgð.

Markmið Álfhóls sem réttindafrístundar er að efla félagsfærni og sjálfstæði barna, auka vellíðan þeirra og tryggja að þau upplifi að þau hafi gildi og áhrif í sínu nærumhverfi.

Skipulagsdagar

Álfhóll er opinn alla þá daga sem grunnskólar starfa.

  • Á skipulags- og samráðsdögum er opið allan daginn, frá kl. 08:00 til 16:30.
  • Álfhóll heldur tvo starfsdaga á skólaárinu, einn fyrir áramót og einn eftir áramót.
  • Skólaárið 2025–2026 eru skipulagsdagar starfsmanna 12. nóvember og 11. mars.
  • Álfhóll er lokaður í vetrarfríum grunnskólanna og á öðrum lögbundnum frídögum („rauðum dögum“).

Aukið þjónustuframboð

Sumardvöl:

  • Í boði fyrir verðandi nemendur í 1. bekk tvær vikur í ágúst við upphaf skólaárs.
  • Skráning fer fram í gegnum Sportabler.
  • Greitt er samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.

Aukadagar:

  • Í boði fyrir nemendur í frístund yfir jól, páska og við lok skólaárs.
  • Sérstök skráning fer fram í gegnum vala.is.
  • Greitt er samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.