Álfhólsskóli er skóli án aðgreiningar. Sérkennsla í Álfhólsskóla er skipulögð með það markmið í huga að allir nemendur hafi sama rétt til náms. Með sérkennslu mætum við hinum ólíku þörfum nemenda. Farnar eru ýmsar leiðir til þess að ná því marki, t.d. með stuðningskennslu, sérkennslu og öðrum sérúrræðum þar sem leitast er við að koma til móts við þarfir hvers og eins út frá getu og færni.
Skilgreining á sérkennslu
Sérkennsla er stuðningur við nemanda eða nemendahópa sem þarfnast tímabundinnar aðstoðar eða samfellds stuðnings um lengri eða skemmri tíma, jafnvel alla skólagönguna.
Stuðningsmiðað nám:
Í stuðningsmiðuðu námi er nemendum veittur markviss stuðningur til þess að þeim takist sem fyrst að fylgja jafnöldrum sínum eftir í hefðbundnu námi. Hér er um tímabundna aðstoð að ræða.
Sérkennsla:
Í sérkennslu er unnið með nemendur sem þurfa verulega aðstoð og kennslu í lestri, stærðfræði, íslensku (málfræði, stafsetningu og ritun). Hér er um sértæka námsörðugleika að ræða (s.s. lesblindu, stærðfræðiblindu og/eða skrifblindu). Nemendur sem fá aðstoð í sérkennslu hafa ekki haft getu til að tileinka sér þá kennslu sem átt hefur sér stað í bekk nema að hluta til og geta því fengið aðstoð og kennslu við hæfi.
Sérúrræði/sérleiðir:
Í færni- og þroskamiðuðu námi fá nemendur sérsniðin kennslutilboð og þeim eru skapaðir náms- og kennsluhættir við hæfi. Hver nemandi fær einstaklingsmiðaða námsskrá sem eingöngu er sérsniðin að þörfum hans sem og sérsniðna stundatöflu.
Reynt er að mæta námsþörf með því að samþætta bóklegt og verklegt nám og að skapa heildarsamhengi í námstilboðum fyrir hvern og einn. Allir nemendur sem eru í sérúrræði hafa sinn bekk sem fastan punkt í skólagöngu sinni.
Talkennsla.
Allir 6 ára nemendur fara í athugun hjá talkennara og þeir sem þurfa talkennslu fá hana eins lengi og þörf er á. Foreldrar/forráðamenn barns geta sjálfir óskað eftir að barn þeirra fái talkennslu.
Sérkennsla er stuðningur við nemanda eða nemendahópa sem þarfnast tímabundinnar aðstoðar eða samfellds stuðnings um lengri eða skemmri tíma, jafnvel alla skólagönguna.
Stuðningsmiðað nám:
Í stuðningsmiðuðu námi er nemendum veittur markviss stuðningur til þess að þeim takist sem fyrst að fylgja jafnöldrum sínum eftir í hefðbundnu námi. Hér er um tímabundna aðstoð að ræða.
Sérkennsla:
Í sérkennslu er unnið með nemendur sem þurfa verulega aðstoð og kennslu í lestri, stærðfræði, íslensku (málfræði, stafsetningu og ritun). Hér er um sértæka námsörðugleika að ræða (s.s. lesblindu, stærðfræðiblindu og/eða skrifblindu). Nemendur sem fá aðstoð í sérkennslu hafa ekki haft getu til að tileinka sér þá kennslu sem átt hefur sér stað í bekk nema að hluta til og geta því fengið aðstoð og kennslu við hæfi.
Sérúrræði/sérleiðir:
Í færni- og þroskamiðuðu námi fá nemendur sérsniðin kennslutilboð og þeim eru skapaðir náms- og kennsluhættir við hæfi. Hver nemandi fær einstaklingsmiðaða námsskrá sem eingöngu er sérsniðin að þörfum hans sem og sérsniðna stundatöflu.
Reynt er að mæta námsþörf með því að samþætta bóklegt og verklegt nám og að skapa heildarsamhengi í námstilboðum fyrir hvern og einn. Allir nemendur sem eru í sérúrræði hafa sinn bekk sem fastan punkt í skólagöngu sinni.
Talkennsla.
Allir 6 ára nemendur fara í athugun hjá talkennara og þeir sem þurfa talkennslu fá hana eins lengi og þörf er á. Foreldrar/forráðamenn barns geta sjálfir óskað eftir að barn þeirra fái talkennslu.