Landnámshátíð 5. bekkja var haldin í Kópavogsdalnum í dag. Dagurinn byrjaði með skrúðgöngu og voru allir klæddir búningum frá landnámsöld. Í dalnum var síðan unnið í hópum og voru settar upp stöðvar sem buðu uppá mismunandi vinnu frá landnáminu. Sem dæmi um stöðvar voru leikir frá landnámstíma, ferðast um á hestum, vefun, málun, skylmingar, dans og eldun á brauði yfir eldi. Veðrið lék við okkur að vanda og einnig var góða skapið með okkur. Frábær dagur og allir fóru með gleðina yfir góðum degi heim með sér. Hér eru myndir frá deginum okkar.