Miðvikudagurinn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu. Í Álfhólsskóla var tvennt sem setti mark sitt á daginn. Þá hófst Stóra upplestrarkeppnin sem 7.bekkur tekur þátt í. Tveir nemendur, sem stóðu sig frábærlega í keppninni í fyrra og eru öðrum nemendum góð fyrirmynd, lásu upp. Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Við fengum og fáum fleiri rithöfunda í heimsókn í vikunni til að kynna sína bækur og verk.