Unglingar úr félagsmiðstöðinni Pegasus í Álfhólsskóla héldu fyrir stuttu styrktarbingó til að safna fyrir SKB, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Ákvörðun var tekið í valfaginu félagsmálafræði að halda styrktarbingó. Einstaklingur í hópnum þekkti til þessara frábæra félags af eigin raun og því var ákveðið að styrkja SKB.
Safnaði félagsmálafræðin og starfsfólk Pegasus glæsilegum vinningum og voru með kaffisölu. Ágóðinn rann óskertur til SKB. Landsbankinn tvöfaldaði upphæðina sem safnaðist á Bingóinu og heildar upphæðin var því rúmlega 300 þús kr. Ákveðið var að safna fyrir einhverju sem krakkarnir og fjölskyldur þeirra myndu njóta góðs af.
Miðvikudaginn síðastliðin komu fulltrúar Pegasus færandi hendi með fjórar Play Station leikjatölvur, leiki, fjarstýringar og borðspil. Þessu gjöfum verður skipt á milli hvíldarheimila og aðstandenda íbúða í eigu félagsins og er frábært fyrir þá sem dvelja í húsunum og íbúðunum.
Ákvörðun var tekið í valfaginu félagsmálafræði að halda styrktarbingó. Einstaklingur í hópnum þekkti til þessara frábæra félags af eigin raun og því var ákveðið að styrkja SKB.
Safnaði félagsmálafræðin og starfsfólk Pegasus glæsilegum vinningum og voru með kaffisölu. Ágóðinn rann óskertur til SKB. Landsbankinn tvöfaldaði upphæðina sem safnaðist á Bingóinu og heildar upphæðin var því rúmlega 300 þús kr. Ákveðið var að safna fyrir einhverju sem krakkarnir og fjölskyldur þeirra myndu njóta góðs af.
Miðvikudaginn síðastliðin komu fulltrúar Pegasus færandi hendi með fjórar Play Station leikjatölvur, leiki, fjarstýringar og borðspil. Þessu gjöfum verður skipt á milli hvíldarheimila og aðstandenda íbúða í eigu félagsins og er frábært fyrir þá sem dvelja í húsunum og íbúðunum.
Á myndinni eru fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar við afhendingu gjafanna á skrifstofu SKB í Hlíðasmára, f.v.: Katrín Halldórsdóttir, Kristín Ísold Jóhannesdóttir, Andrea Þórey Sigurðardóttir og Snorri Páll Þórðarson, Forstöðumaður Pegasus.