Í síðustu viku fóru fram fjölgreindarleikar í Álfhólsskóla. Þriðjudag og miðvikudag voru þeir á miðstigi en fimmtudag voru þeir á yngsta stiginu. Fjölgreindarleikarnir reyna á óhefðbundna eiginleika náms. Settar voru upp stöðvar fyrir nemendur okkar og innihéldu þær ýmislegt krefjandi. Finndu út frá hvaða landi fáninn er? Hvað heitir umferðarmerkið? Taktu þátt í karókí, farðu í jöklahlaup með húllahring, svaraðu spurningum um frægt fólk, lærðu að dansa, farðu og kepptu í brennó, byggðu manneskju úr legókubbum á 15 mínútum, lærðu teygjó uppá nýtt, gáðu að því hvað er í pokanum og svo ennþá fleiri stöðvar sem reyndi á öðruvísi greind og færni. Skemmtilegir dagar hjá krökkunum. Hér eru myndir sem við tókum úr starfinu þessa fjölgreindarleika.