Félagsmiðstöðin Pegasus í Kópavogi sigraði hönnunarkeppnina Stíl sem fór fram í Laugardalshöll í gær. Rúmlega hundrað og fimmtíu unglingar í 33 liðum tóku þátt í keppninni sem Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi stóðu fyrir í 16. sinn. Þemað í ár var gyðjur og goð sem endurspeglaðist í hönnun unglinganna.
Félagsmiðstöðin Garðalundur (hópur 1) lenti í öðru sæti og í því þriðja lenti félagsmiðstöðin Undirheimar Skagaströnd sem fékk einnig verðlaun fyrir bestu förðunina. Félagsmiðstöðin Tvisturinn fékk verðlaun fyrir hár og fantasíuförðun, Þrykkjan var verðlaunuð fyrir bestu hönnunarmöppuna og Garðaldundur (hópur 2) fékk sérstök hvatningarverðlaun. Frétt fengin af Samfés.is Myndir frá keppninni á facebook.com
Félagsmiðstöðin Garðalundur (hópur 1) lenti í öðru sæti og í því þriðja lenti félagsmiðstöðin Undirheimar Skagaströnd sem fékk einnig verðlaun fyrir bestu förðunina. Félagsmiðstöðin Tvisturinn fékk verðlaun fyrir hár og fantasíuförðun, Þrykkjan var verðlaunuð fyrir bestu hönnunarmöppuna og Garðaldundur (hópur 2) fékk sérstök hvatningarverðlaun. Frétt fengin af Samfés.is Myndir frá keppninni á facebook.com