6. bekkur eru að vinna samvinnuverkefni um Norðurlöndin þar sem hver hópur býr til ferðaskrifstofu til eins lands sem dregið var af handahófi. Nemendur munu sjá um að útbúa kynningu um landið sitt, hanna bækling, teikna upp landið sitt og merkja inn á það helstu borgir, auðlindir og annað mikilvægt, auk þess sem þau teikna og föndra fána landsins. Nemendur munu setja upp bás í lok verkefnisins þar sem vinnan þeirra verður kynnt fyrir samnemendum og foreldrum. Hér eru myndir af nemendum í verkefninu.