Töframaðurinn, Cyril J May kíkti til okkar í dag. Hann sýndi okkur nokkur töfrabrögð sem tókust öll mjög vel. Cyril vakti athygli á umhverfismálum, flokkun, endurvinnslu og ýmsum öðrum tengdum hlutum með sinni sýningu. Skólinn okkar er Grænfána skóli og svona vitundarvakning passaði virkilega vel inn í það. Nemendur
5.og 6.bekkja nutu þess að horfa á sýninguna hans sem var ca.30 mínútna töfrabrögð á ENSKU en aðalatriði voru síðan þýdd á íslensku. Ánægjulegt innlegg inn í endurvinnslu og nýtingarstefnu skólans. Hér er tengill á myndir úr sýningunni 🙂
5.og 6.bekkja nutu þess að horfa á sýninguna hans sem var ca.30 mínútna töfrabrögð á ENSKU en aðalatriði voru síðan þýdd á íslensku. Ánægjulegt innlegg inn í endurvinnslu og nýtingarstefnu skólans. Hér er tengill á myndir úr sýningunni 🙂