Við buðum 7.bekkingum í vatnslitamálun á dögunum. Fórum við út í góða veðrið með liti og striga sem nemendurnir höfðu smíðað í Hönnun smíði. Myndefnið var Ég og náttúran. Vettvangurinn var Fossvogsdalurinn og umhverfi hans. Vissulega kom Esjan sterk inn í myndirnar en bros og gleðin skein úr hverju andliti í þessari vinnu. Hér eru nokkrar myndir úr útikennslustundinni okkar.