Nú er allt komið á fullt í heilsuræktinni í Digranesinu. Það er þó enn pláss fyrir fleiri og við viljum hvetja þá sem hafa hugsað sér að vera með í vetur að drífa sig nú af stað.
Við erum svo lánsöm að hafa Láru Sveinsdóttur íþróttakennara í MR til að þjálfa okkur, en hún er mikill reynslubolti í kennslu og hefur verið með okkur í mörg ár. Við erum allar mjög ánægðar með hana og fjölbreytnin í æfingum er mikil, þolfimi, pallar, þrek og teygjuæfingar.
Tímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum kl 18:30 – 19:30 og á laugardögum kl 10:00 – 11:00. Verðið fyrir önnina gerist varla lægra, aðeins kr 12.000,- september til desember. Allur ágóði rennur í sjóð foreldrafélagsins til styrktar nemendum skólans.
Nú er bara að drífa sig af stað, aldrei of seint að byrja.
Hittumst hress í Digranesinu
Kveðja
Heilsuræktarnefnd foreldrafélags Álfhólsskóla
Hittumst hress í Digranesinu
Kveðja
Heilsuræktarnefnd foreldrafélags Álfhólsskóla