Álfhólsskóli hlaut Umhverfisviðurkenningu Kópavogs 2015

Framlag til umhverfismála – Álfhólsskóli

Álfhólsskóli hefur alltaf látið sig varða umhverfismál með einum eða öðrum hætti. Það var svo árið 2013 að tekin var ákvörðun um að taka þátt í alþjóðlegu verkefni á vegum Landverndar, Skólar á grænni grein. Nú tveimur árum síðar, þ.e. vorið 2015 fékk Álfhólsskóli sinn fyrsta grænfána.

Meginmarkmið og verkefni áranna 2013-2015 voru:

·         Minnka úrgang, flokka og endurvinna og endurnýta eftir því sem kostur er

·         Flokkun og skil á lífrænum úrgangi

·         Draga úr ljósanotkun og spara vatn

·         Efla hreyfingu og hvetja til hollustu í mataræði

Í Álfhólsskóla hefur verið lögð áhersla á að efla umhverfisvitund nemenda, starfsmanna og annarra sem að skólanum koma. Nemendur í umhverfisnefnd skólans fóru í heimsókn í Sorpu Gylfaflöt og starfsmaður frá Landvernd hélt fyrirlestur á sal skólans fyrir starfsmenn skólans.

Skólastjórnendur hafa haldið foreldrum upplýstum um stefnu Álfhólsskóla í umhverfismálum með tölvupósti, skólasamkomum eða við önnur tækifæri sem gefast. Kennarar hafa einnig hvatt nemendur til að ganga eða hjóla í skólann.  
Skipuleg hreinsun á skólalóð fer fram vikulega allt skólaárið. Þá fara nemendur út með umsjónarkennara og tína upp rusl umhverfis skólann.

Á þemadögum og á vordögum hafa nemendur unnið með efni sem til fellur í skólanum og hafa þeir unnið marga skemmtilega hluti.

Álfhólsskóli mun halda áfram markvissri starfsemi til sjálfbærni á komandi skólaári.
Hér er linkur á aðrar Umhverfisviðurkenningar Kópavogs 2015.

Posted in Fréttir.