Álfhólsskóli er orðinn réttindaskóli UNICEF

Álfhólsskóli er orðinn réttindaskóli UNICEF og var viðurkenning þess efnis afhent í dag, fimmudaginn 14.nóvember í íþróttahúsinum Digranesi.

Nemendur skólans hafa fengið fræðslu um sáttmálann, réttindi sín og réttindi barna um allan heim. Fulltrúar frá Unicef á Íslandi komu og veittu skólanum viðurkenninguna að viðstöddum nemendum skólans, starfsfólki og fulltrúum menntasviðs Kópavogsbæjar.

Í tilefni dagsins flutti skólahljómsveitin nokkur vel valin lög og skólastjóri hélt stutta ræðu. Kennarar buðu upp á óvænt skemmtiatriði sem vakti mikla lukku. Öllum nemendum var svo boðið upp á pítsu í hádegismat.

Posted in Fréttir.