Mánudaginn 3.júní voru 51 nemandi í 10.bekk Álfhólsskóla útskrifaðir við hátíðlega athöfn á sal skólans í Hjalla.
Athöfnin hófst á ræðu Sigrúnar Bjarnadóttur, skólastjóra, og afhendingu viðurkenninga til nemenda. Brynjar Guðrúnarson lék á horn fyrir gesti með aðstoð undirspilara úr foreldrahópnum, Halldóri Haukssyni. Þá lék hópur nemenda úr 10.bekk, Aðalheiður Kristín Ragnarsdóttir, Arnar Leví Baldvinsson, Baldvin Högnason, Jón Oddur Högnason og Brynjar Guðrúnarson, tvö lög fyrir viðstadda. Dagur Ingason flutti svo stutta kveðju fyrir hönd útskriftarnemenda.
Að lokum kvaddi skólastjóri útskriftarhópinn með ávarpi.
Eftir athöfnina bauð skólinn öllum viðstöddum upp á veitingar.
Fleiri myndir má sjá á Facebooksíðu skólans – hér.