Útskrift 10.bekkjar vorið 2023

Útskrift 10.bekkjar vorið 2023

Miðvikudaginn 7.júní voru 79 nemendur 10.bekkjar Álfhólsskóla útskrifaðir.

Athöfnin hófst á ræðu Sigrúnar Bjarnadóttur, skólastjóra og afhendingu viðurkenninga til nemenda. Heiðdís Hrönn Jónsdóttir og Hefna Vala Kristjánsdóttir fluttu lögin Þórsmerkurljóð, Vorkvöld í Reykjavík og Og lítill fugl á þverflautu. Lilja Rut Halldórsdóttir spilaði lagið Misty á trompet en stelpurnar þrjár voru allar nemendur úr útskriftarhópnum. Tómas Eggertsson flutti kveðju fyrir hönd útskriftarnemenda. Að lokum kvaddi skólastjóri útskriftarhópinn með ávarpi.

Eftir athöfnina bauð skólinn öllum viðstöddum til veislu.

Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans – hér.

Posted in Fréttir.