Stóra upplestrarkeppnin

Í dag var stóra upplestrarkeppnin í Álfhólsskóla. Níu frábærir lesarar fluttu ljóð og texta fyrir fullum sal áheyrenda. Lesararnir stóðu sig ákaflega vel og átti dómnefndin í miklum vandræðum með að velja á milli þeirra. Á meðan þeir réðu ráðum sínum fluttu þær Birta, Hrafnhildur og María í 10.bekk frumsamið lag, Ástarkveðja. Dómnefnt tilkynnti svo niðurstöður sínar. Agla Björt Egilsdóttir og Júlía Heiðrós Halldórsdóttir koma til með að keppa fyrir hönd skólans á lokahátíðinni. Júlíus Elfar Valdimarson og Elísabet Gunnarsdóttir voru valin sem varamenn. Við erum virkilega stolt af þessum flottu lesurum.

Posted in Fréttir.