Nemendur í 9. bekk unnu verkefni í tengslum við gildi febrúarmánaðar sem er Gleði. Afrakstur þessarar vinnu er listi yfir atriði sem auka gleði okkar og hamingju og allir ættu að hafa ráð á.
Vera með fjölskyldu
Vera með vinum
Hreyfa sig
Hlæja
Hrósa
Brosa
Sofa
Skipuleggja sig
Fara í göngutúr
Borða góðan mat
Útivera
Gera sitt besta
Vera næs
Þræta um heimskulega hluti
Syngja fyrir dýrin sín
Tónlist
Koma ákveðnum hlutum á framfæri
Núvitund
Gefa knús
Eiga áhugamál
Hitta nýtt fólk
Slaka á
Borða ís
Vera sætur
Vera forvitinn
Lesa
Gleðja aðra
Vera þakklátur
Samgleðjast
Nemendur í 2. bekk unnu einnig skemmtilegt verkefni um gildi mánaðarins. Nemendur byrjuðu á því að velta fyrir sér hugtakinu gleði, í hvaða aðstæðum finnum við fyrir gleði og hvernig bregðst líkami okkar við þegar við upplifum hana. Við rýndum síðan í ,,emoji” og að lokum bjuggu þau til sinn eigin.