Nú er runnin upp síðasta kennsluvikan fyrir jólafri. Í vikunni er öllum nemendum boðið í jólahádegisverð. Vegna sóttvarna, hópaskiptinga og fjöldatakmarkana þarf að dreifa hádegisverðinum í Hjalla á alla daga vikunnar frá mánudegi til fimmtudags. Þeir sem ekki eru í jólahádegisverði fá mat í kennslustofu þá daga. Jólamaturinn á yngsta stigi í Digranesi verður þriðjudaginn 15. desember.
Litlu jól í stofum verða á yngsta- og miðstigi föstudaginn 18.desember. Litlu jólin byrja kl. 8:10 á yngsta stigi en kl. 10 á miðstigi en umsjónarkennarar gefa út hversu lengi þau standa. Frístund er opin strax og litli jólunum lýkur fyrir þau börn sem þar eru skráð.
Ekki verður unnt að dansa í kringum jólatré að þessu sinni vegna hólfaskiptingar og fjöldatakmarkanna. Jólafrí nemenda á yngsta- og miðstigi hefst þegar dagskránni í lýkur hjá umsjónarkennara.
Þar sem ekki er unnt að halda hefðbundi jólaball á unglingastigi þetta árið eru litlu jólin á unglingastigi fimmtudaginn 17. desember og hefst jólafrí þeirra á hádegi þann dag.
Styttist í jólafrí
Posted in Fréttir.