Skólasetning í 1.bekk

Í dag var fyrsti skóladagurinn hjá nemendum í 1.bekk. Hópurinn byrjaði daginn á að koma saman á sal og syngja saman. Sigrún skólastjóri sagði nokkur orð og kynnti starfsmenn fyrir nemendum. Í lokin fengu nemendur rós að gjöf frá skólanum. Því næst var haldið í heimastofur þar sem nemendur eyddu því sem eftir var dagsins með umsjónarkennurunum sínum.

Á facebook síðu skólans má nálgast nokkrar myndir frá því í morgun.

Mikið sem við hlökkum til að kynnast þessum flotta hóp betur í vetur.

 

 

 

Posted in Fréttir.