Skólaslit Álfhólsskóla

Skólaslit Álfhólsskóla verða mánudaginn 8.júní næstkomandi. Fyrirhugað var að halda vorhátíð á skólaslitardaginn. Samkvæmt veðurspá stefnir í að það verði úrhellis rigning á mánudag og því hefur vorhátíðinni verið aflýst. Yngsta stigið gerir sér glaðan dag á skólalóðinni á morgun í staðinn en eldri árgangarnir halda sinni vordagskrá með umsjónarkennurum.

Því miður getum við ekki boðið foreldrum að vera viðstaddir skólaslitin að þessu sinni.

Skólaslit verða á eftirfarandi tímum:

Skólaslit 1.- 4.bekk
08:00-08:30 – Frístund opin
08:30-09:30 – Skólaslit á sal skólans í Digranesiog afhending vitnisburðar hjá umsjónarkennara
09:30-17:00 – Frístund opin 

Skólaslit 5. – 7.bekk
10:00 – Skólaslit á sal skólans í Hjalla og afhending vitnisburðar hjá umsjónarkennara

Skólaslit 8. – 9.bekk
11:00 – Skólaslit á sal skólans í Hjalla og afhending vitnisburðar hjá umsjónarkennara

Posted in Fréttir.