Kæru foreldrar og forráðamenn
Varðandi boðuð verkföll.
Starfsmannafélag Kópavogs (SFK) og Efling hafa boðað verkföll 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars. og 31. mars og 1. apríl og ótímabundið frá 15. apríl.
Áhrif mögulegra verkfalla er mjög mismunandi milli stofnana eftir fjölda starfsmanna í hvoru félagi.
Starfsmenn Eflingar hafa boðað ótímabundið verkfall frá og með mánudeginum 9. mars og hefst það klukkan 12.00. Starfsmenn Eflingar sinna m.a ræstingum og gæslu nemenda í frímínútum.
Starfsmenn SFK hafa boðað verkfall á tilteknum dagsetningum, þar á meðal 9. og 10. mars. Starfsmenn SFK er m.a. húsvörður, ritari, skólaliðar, stuðningsfulltrúar og starfsmenn í mötuneyti.
Ekki verður innheimt fyrir þjónustu sem fellur niður vegna verkfalls.
Foreldrum er bent á að skrá forföll nemenda í Mentor og takmarka símhringingar.
Ef til verkfalls kemur þá munu áhrif verkfalls m.a. verða með eftirfarandi hætti í Álfhólsskóla:
Mánudagur 9. mars og þriðjudagur 10. mars
Mötuneyti
Mötuneyti verður lokað frá mánudeginum 9. mars. Nemendur þurfa að koma með nesti í skólann.
Sérdeildir og stuðningsfulltrúar
Stuðningur sem veittur hefur verið af stuðningsfulltrúum fellur niður. Sérdeild einhverfra á öllum stigum verður lokuð nema undanþága fáist frá undanþágunefnd.
Foreldra þeirra beðnir um að fylgjast með upplýsingum frá skóla.
Ræsting skólaliða
Engin ræsting fer fram frá og með mánudeginum 9. mars.
Gæsla skólaliða
Frímínútnagæsla sem veitt er af skólaliðum fellur niður frá og með mánudeginum 9. mars.
Frístund
Frístund verður lokuð frá og með mánudeginum 9. mars.
Félagsmiðstöð
Félagsmiðstöð verður lokuð þá daga sem SFK er í verkfalli.
Miðvikudagur 11. mars
Mötuneyti
Mötuneyti verður lokað frá mánudeginum 9. mars. Nemendur þurfa að koma með nesti í skólann.
Ræsting
Engin ræsting fer fram frá og með mánudeginum 9. mars.
Gæsla skólaliða
Frímínútnagæsla sem veitt er af skólaliðum fellur niður frá og með mánudeginum 9. mars.
Frístund
Frístund verður lokuð frá og með mánudeginum 9. mars.
Félagsmiðstöð
Félagsmiðstöð verður lokuð þá daga sem SFK er í verkfalli.
Fimmtudagur 12. mars
Nánari upplýsingar berast síðar.