7.bekkur á Reykjum

Nemendur í 7.bekk komu heim á föstudaginn eftir fimm daga dvöl áí skólabúðunum á Reykjum. Ferðin gekk ákaflega vel.

Starfið í skólabúðunum beinist að því að skapa samstöðu og efla samvinnu milli nemenda og kennara ,auka félagslega aðlögun emenda, þroska sjálfstæði nemenda, nemendur fáist við ný og áður óþekkt viðfangsefni, nemendur kynnist nýju umhverfi og ólíkum lífsmáta, örva löngun nemenda til að athuga og rannsaka umhverfið og komast að niðurstöðu, auka athyglisgáfu nemenda, tengja námsefnið veruleikanum, útvega efni til eftirvinnslu í heimaskóla

Nemendur voru til fyrirmyndar og nutu sín í botn.

Posted in Fréttir.