Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar í 7.bekk var haldin á sal skólans í morgun. Níu frábærir lesarar kepptu um sæti í lokakeppninni. Dómnefndin var ekki öfundsverð því lesararnir stóðu sig allir virkilega vel.
Á meðan dómnefndin bar saman bækur sínar fengu áheyrendur að hlýða á söng en það var hún Viktoría Rós í 10.bekk sem tók lagið. Eftir þessa ljúfu tóna tilkynnti dómnefnd að aðalfulltrúar Álfhólsskóla að þessu sinni verða þær Dagbjört Nanna Eysteinsdóttir og Hugrún Þorbjarnardóttir og varafulltrúar Alexandra Sól Gísladóttir og María Sjöfn Tipton.
Á facebooksíðu skólans má sjá myndir frá keppninni.