Nemendur í 10.bekk tóku sig til, með aðstoð Önnu Pálu íslenskukennara, og sömdu fallega kærleikssögu handa 1.bekk. Söguna lásu 10.bekkingar svo fyrir 1.bekkinga á kærleikskaffihúsinu og vörpuðu upp myndskreytingum upp á skjá á meðan lestrinum stóð. Áður en vinabekkirnir kvöddust gáfu 10.bekkingar nemendum í 1.bekk útprentað og myndskreytt eintak af sögunni, Grýta bjargar jólunum.
Þessi kærleikssaga sló virkilega í gegn. Hún vel saminn og með fallegan boðskap. Áhugasamir geta nálgast söguna um það hvernig Grýta bjargaði jólunum hér.