Föstudaginn 16.nóvember var dagur íslenskrar tungu. Við í Álfhólsskóla héldum daginn hátíðlegan að vanda. Stóra upplestrarkeppnin var sett auk þess sem nemendur í öllum bekkjum unnu sérstaklega með ýmis verkefni varðandi íslenska tungu.
Á meðfylgjandi mynd eru nokkrir nemendur í 2.bekk sem sömdu þetta frábæra ljóð í tilefni dagsins.
Gull í dós – bekkjarljóðið okkar.
Úti eru krakkar í 2.bekk að sveima
þau sáu rós
á þakinu heima
í dós.
Víkingar með örvar og boga
lofa að Sara,
þar sem húsin loga
megi fara.
Höfundar: Adin, Amelia, Eiríkur, Elín, Eva, Gabríel, Jakob Friðrik, Leó, Marin, Michael, Reynar, Ósk, Særún, Tómas, Ylfa, Þórdís Edda og Þórir.